Haraldur Franklín Magnús
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2021 | 21:30

Áskorendamótaröð Evrópu: Íslendingarnir 3 úr leik á Made in Esbjerg Challenge

Þrír íslenskir kylfingar: Haraldur Franklín Magnús, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Bjarki Pétursson tóku þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu.

Mótið ber heitið „Made in Esbjerg Challenge – Presented by FREJA & TotalEnergies“ og fer fram 11.-14. ágúst 2021 í Esbjerg Golfklub, í Esbjerg, Danmörku.

Aðeins 1 höggi munaði að Haraldur Franklín kæmist í gegn – hann lék á samtals 2 yfir pari, en til að ná niðurskurði þurfti að vera á samtals 1 yfir pari eða betra.

Aðeins meira munaði að Guðmundur Ágúst og Bjarki næðu í gegn.

Sjá má stöðuna á Made in Esbjerg Challenge með því að SMELLA HÉR: