Bjarki Pétursson, GB. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2021 | 01:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Bjarki komst einn Íslendinganna 3 g. niðurskurð í Vierumäki

Þrír íslenskir kylfingar: Andri Þór Björnsson, Bjarki Pétursson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson  hófu keppni í Vierumäki Finnish Challenge, sem er mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu.

Mótið fer fram dagana 5.-8. ágúst 2021 í Vierumäki Resort, Vierumäki, í Finnlandi.

Andri Þór og Guðmundur Ágúst komust ekki gegnum niðurskurð; Andri Þór lék á 1 yfir pari (72 73) og Guðmundur Ágúst á 1 undir pari, (72 71) en niðurskurður miðaðist við 3 undir pari eða betra.

Það var einmitt skorið sem Bjarki var á, samtals 3 undir pari (73 68) og komst hann því einn íslensku kylfinganna í gegnum niðurskurð. Glæsilegt hjá Bjarka!!!

Sjá má stöðuna á Vierumäki Finnish Challenge með því að SMELLA HÉR: