Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2021 | 11:00

Íslandsmótið 2021: Hulda Clara og Hlynur efst e. 1. dag – Hlynur jafnaði vallarmetið!!!

Það eru þau Hulda Clara Gestsdóttir, GKG og Hlynur Bergsson, GKG sem eru efst á Íslandsmótinu í höggleik, sem fram fer á Jaðarsvelli á Akureyri.

Hlynur kom inn á sérlega glæsilegu skori, 5 undir pari, 66 höggum og jafnaði þar með vallarmetið!

Hulda Clara lék á 1 undir pari.

Aðstæður eru allar mjög góðar á Jaðarsvelli – Keppendur eru nú að hefja leik á 2. hring.

Fylgjast má með stöðunni á Íslandsmótinu með því að SMELLA HÉR: