Andri Þór Björnsson, GR.
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2021 | 23:59

Andri Þór með albatross á Skaganum

Andri Þór Björnsson, GR, náði í dag albatross á 6. holu Garðavallar á Akranesi.

Hann var að spila með þeim Arnóri Inga Finnbjörnssyni, Jóhannesi Guðmundssyni og Rögnvaldi Ólafssyni.

Sjötta hola Garðavallar er par-4 og 278 m af gulum teigum.

Albatrossinn var jafnframt ás – Þetta er í 6. sinn sem Andri Þór fær ás en í 1. skipti sem hann fær albatross.

Golf 1 óskar Andra Þór innilega til hamingju með albatross/ásinn!