Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2021 | 20:00

LPGA: Minjee Lee sigraði á Evían risamótinu e. bráðabana við Lee6

Það var hin ástralska Minjee Lee, sem stóð uppi sem sigurvegari á Evían risamótinu, sem fram fór dagana 22.-25. júlí sl. í Evian-Les-Bains, í Frakklandi.

Eftir hefðbundinn leik var Minjee jöfn Jeogeun Lee6 frá S-Kóreu, báðar á samtals 18 undir pari.

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra þar sem Minjee sigraði.

Fyrir vikið hlaut hún $675,000 í verðlaunafé.

Minjee Lee er fædd 27. maí 1997 og er því 24 ára. Þetta er fyrsti risatitill Minjee, en hún hefir sigrað á 9 atvinnumannsmótum þar af 6 á LPGA; 2 á LET og 2 á ALPG.

Til upprifjunar þá er Jeogeun kölluð Lee 6, þar sem hún er 6. kvenstórkylfingurinn frá S-Kóreu sem ber nafnið Lee.

Sjá má lokastöðuna á Evían risamótinu með því að SMELLA HÉR: