Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2021 | 19:00

Íslandsmót gk 2021: GR Íslandsmeistarar í 1. deild karla

Íslandsmót golfklúbba í 1. deild karla fór fram dagana 22.-24. júlí sl.

Golfklúbbur Reykjavíkur (GR) fagnaði Íslandsmeistaratitli í 1. deild karla.

Úrslitaviðureignin við GKG fór 3&2.

Íslandsmeistarasveit GR var svo skipuð:

Andri Þór Björnsson
Böðvar Bragi Pálsson
Dagbjartur Sigurbrandsson
Hákon Örn Magnússon
Jóhannes Guðmundsson
Sigurður Bjarki Blumenstein
Tómas Eiríksson Hjaltested
Viktor Ingi Einarsson

Liðsstjóri – Arnór Ingi Finnbjörnsson
Ráðgjafi – Derrick Moore

Þetta er í 24. sinn sem GR sigrar, en 9. árið frá því að liðið landaði titlinum síðast.

GK féll í 2. deild með 1 punkt eftir tap gegn GS 3&2 og eftir að hafa einungis náð að halda jöfnu gegn GA og GM.

Lokastaðan í 1. deild. karla:
1. Golfklúbbur Reykjavíkur, GR
2. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, GKG
3. Golfklúbbur Selfoss, GOS
4. Golfklúbbur Vestmannaeyja, GV
5. Golfklúbbur Akureyrar, GA
6. Golfklúbbur Mosfellsbæjar, GM
7. Golfklúbbur Suðurnesja, GS
8. Golfklúbburinn Keilir, GK
*Keilir fellur í 2. deild.

Í aðalmyndaglugga: Islandsmeistarasveit GR í karlaflokki á Íslandsmóti golfklúbba 2021. Mynd: seth@golf.is