Helga, Perla, Skúli og Veigar kepptu á European Young Masters í Finnlandi
Fjórir keppendur frá Íslandi tóku þátt á European Young Masters sem fram fór í Finnlandi dagana 22.-24. júlí.
Keppnisfyrirkomulagið var með þeim hætti að leiknar voru alls 54 holur í höggleikskeppni eða 18 holur á dag.
Keppt var bæði í einstaklingskeppni (pilta og stúlkna) og liðakeppni.
Þrjú bestu skorin töldu hvern dag í liðakeppninni. Alls voru 27 lönd skráð til leiks. Golfmótið á sér ríka sögu og er eitt af flottustu mótum ársins fyrir kylfinga í þessum aldursflokki.
Íslenska liðið var þannig skipað:
Helga Signý Pálsdóttir, GR
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR
Skúli Gunnar Ágústsson, GA
Veigar Heiðarsson, GA
Keppnin fór skv. venju fram á Vierumäki Golf Club (Cooke course), sem er í tæplega tveggja klukkutíma fjarlægð frá flugvellinum í Helsinki. Völlurinn var opnaður árið 2006 og hefur haldið mörg stór golfmót á síðustu árum. Hann er 6411 metrar af meistarateigum karla og 5219 metrar af meistarateigum kvenna, par 72.
Sjá má hvernig Íslendingunum 4 vegnaði með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
