Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2021 | 18:00

EM áhugakylfinga: Hulda Clara og Ragnhildur úr leik

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR tóku þátt í Evrópumóti áhugakylfinga, en komust ekki í gegnum niðurskurð.

Keppt var á Allianz vellinum, Royal Park I Roveri á Ítalíu, dagana 21.- 24. júlí 2021.

Völlurinn er hannaður af Robert Trent Jones Sr. og þykir á meðal bestu golfvalla Ítalíu.

Mótið í ár var það 34. í röðinni en fyrst var keppt árið 1986. Á þetta mót komast aðeins bestu áhugakylfingar Evrópu. Alls voru 144 keppendur og komu þeir frá 27 mismunandi löndum.

Sigurvegari mótsins var hin sænska Ingrid Lindblad, sem lék á samtals 12 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á EM áhugakylfinga með því að SMELLA HÉR: