Geysir í Haukadal er sérstæðasti golfvöllur sem Ragnhildur hefir spilað. Það sem henni finnst m.a. sérstakt við völlinn er að hafa gjósandi hveri í mestu nálægð meðan spilað er golf. Mynd: Golf 1. Haukadalsvöllur opnar að nýju
Haukadalsvöllur við Geysi var opnaður á ný þann 5. júlí s.l. en völlurinn þykir einn af allra áhugaverðustu golfvöllum landsins. Golfvöllurinn var opnaður fyrir 15 árum og er nú rekinn í samstarfi við eigendur Hótel Geysis. Í tilkynningu frá Golfklúbbnum Geysi segir að á undanförnum árum hafi verið unnið að því að koma Haukadalsvelli í sama horf og áður.
Umferð um völlinn hefur farið ört vaxandi á fyrstu vikum júlímánaðar og greinilegt að Haukadalsvöllur var ekki gleymdur eftir að hafa verið í „dvala“ á meðan viðarmikil endursáning fór fram á golfvallarsvæðinu. Eigendur og rekstraraðilar ánægð og þakklát fyrir þann mikla áhuga sem kylfingar og aðrir gestir hafa sýnt Haukadalsvelli eftir að hann var opnaður aftur.
Haukadalsvöllur er í hópi margra golfvalla Íslands sem eru einstakir á sinn hátt, og gestir heillast af náttúrufegurð vallarins. Edwin Roald Rögnvaldsson er hönnuður vallarins. Það er ljóst að honum tókst vel upp með ætlunarverkið að leggja nýjan golfvöll í það landslag sem var fyrir með sem minnstu jarðraski. Kylfingar sem leika á vellinum fá á tilfinninguna að völlurinn hafi ávallt verið í þessu umhverfi.
Hver einast golfhola Haukadalsvallar er með sín sérkenni og eflaust skiptar skoðanir eru um hvaða holur vallarins standi upp úr í fegurð og glæsileika. Tvær par 3 holur eru á Haukadalsvelli. Þær eru báðar við Almenningsá sem rennur af krafti í gegnum völlinn.
Eins og áður hefur komið fram eru Haukadalsvöllur rekinn í samstarfi við eigendur Hótel Geysis. Upphafs – og lokahola vallarins hefur því verið snúið eins og Haukadalsvöllur var í upphafi. Kylfingar hefja því leik við Geysissvæðið og ljúka leik við klúbbhúsið sem er í „gamla golfskálanum“ þar sem í dag er rekið hótelið Litli-Geysir.
Haukadalsvöllur er 9 holur og er par vallarins 37 á 9 holum og 74 á 18 holum.
Unnið er að því að koma Haukadalsvelli inn í rástímakerfið Golfbox. Tekið er á móti rástímabóknum á Litli Geysir í síma 790 6800 eða í gegnum geysir@geysircenter.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
