Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2021 | 22:00

Evróputúrinn: Herbert sigraði á Opna írska

Það var ástralski kylfingurinn Lucas Herbert sem sigraði á móti vikunnar á Evróputúrnum, Dubai Duty Free Irish Open.

Mótið fór fram dagana 1.-4. júlí 2021 á Mount Juliet Estate, Thomastown, Co Kilkenny, á Írlandi.

Sigurskor Herbert var 19 undir pari, 269 (64 67 70 68).

Heilum 3 höggum á eftir í 2. sæti varð Rikard Karlberg frá Svíþjóð.

Sjá má lokastöðuna á Dubai Duty Free Irish Open með því að SMELLA HÉR: