Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2021 | 20:00

GBO: Valdís og Wirot klúbbmeistarar 2021

Meistaramót Golfklúbbs Bolungarvíkur (GBO) fór fram dagana 3.-4. júlí sl.

Þátttakendur voru 8 og keppt var í 2 flokkum.

Klúbbmeistarar GBO 2021 eru Valdís Hrólfsdóttir og Wirot Khiansanthia.

Sjá má úrslit í meistaramóti GBO 2021 hér að neðan:

Kvennaflokkur
1 Valdís Hrólfsdóttir +54, 196 högg (95 101)

Karlaflokkur
1 Wirot Khiansanthia +11, 153 högg (76 77)
2 Bjarni Pétursson +15, 157 högg (80 77)
3 Runólfur Kristinn Pétursson +16, 158 högg (80 78)
4 Guðmundur Kristinn Albertsson +23, 165 högg (83 82)
5 Daði Valgeir Jakobsson +24, 166 högg (80 86)
6 Páll Guðmundsson +27, 169 högg (83 86)
7 Þorgils Gunnarsson +49, 191 högg (101 90)

Endilega keyra „Kjálkann“ í sumar – taka golfsettin með – og ekki sleppa Syðridalsvelli í Bolungarvík!!!

Aðalmyndagluggi: Syðridalsvöllur í Bolungarvík