05/06/2021. Ladies European Tour 2021. Jabra Ladies Open, Evian Resort Golf Club, Evian Les Bains. France. June 3 – 5 2021. Gudrun Bjorgvinsdottir of Iceland during the final round. Credit: Tristan Jones.
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2021 | 18:00

LET: Guðrún Brá náði sínum besta árangri á LET í Tékklandi – T-33!!!

Atvinnukylfingurinn úr GK, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, tók þátt í Tipsport Czech Ladies Open, sem var mót vikunnar á LET dagana 25.-27. júní sl.

Mótið fór fram í Golf Club Beroun, í Prag, Tékklandi.

Á mótinu náði Guðrún Brá besta árangri sínum á LET til þessa – 33. sætinu, sem hún deildi með 6 öðrum kylfingum.

Skor Guðrúnar Brá  í mótinu var eftirfarandi: 4 undir pari, 212 högg (71 71 70).

Stórglæsilegt!!!

Sigurvegari mótsins var Atthaya Thitikul frá Thaílandi en hún lék á samtals 15 undir pari, 201 högg (68 68 65).

Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Aðalmyndagluggi: Guðrún Brá. Mynd: LET