Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2021 | 18:00

GM Íslandsmeistari golfklúbba í stúlknaflokki 18 ára og yngri

Íslandsmót golfklúbba hjá stúlkum og drengjum 18 ára og yngri fór fram á Garðavelli á Akranesi dagana 23.-25. júní 2021.Í stúlknaflokki fagnaði Golfklúbbur Mosfellsbæjar (GM) sigri og sameiginlegt lið Golfklúbbs Kópavogar og Garðabæjar og Golfklúbbs Suðurnesja (GKG/GS) varð í öðru sæti. Golfklúbbur Reykjavíkur endaði í þriðja sæti og sameiginlegt lið Golfklúbbs Akureyrar og Golfklúbbs Skagafjarðar varð í fjórða sæti.

Lið GM var þannig skipað:

María Eir Guðjónsdóttir
Katrín Sól Davíðsdóttir
Sara Kristinsdóttir
Berglind Erla Baldursdóttir
Eydís Arna Róbertsdóttir

Aðalmyndagluggi: Íslandsmeistarar GM í flokki 18 ára og yngri stúlkna á Íslandsmóti golfklúbba 2021. Mynd: GSÍ

Texti: GSÍ