Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2021 | 18:00

Opna bandaríska 2021: Jon Rahm sigraði!

Það var spænski kylfingurinn Jon Rahm, sem tryggði sér sigurinn á Opna bandaríska riamótinu.

Opna bandaríska fór fram dagana 17.-20. júní á Torrey Pines, í San Diego, Kaliforníu.

Sigurskor Rahm var 6 undir pari 274 högg ( 69 70 72 67). Rahm er fyrsti Spánverjinn til þess að sigrað á Opna bandaríska.

Rahm er fæddur 10. nóvember 1994 og því 26 ára. Þetta var 13 atvinnumannssigur Rahm; sá 6. á PGA Tour, en fyrsti og eini risatitill Rahm til dagsins í dag.

Sigurinn var dramatískur því Rahm þurfti fugla á síðustu holur vallarins og fuglana fékk hann!

Í 2. sæti varð Louis Oosthuizen, 1 höggi á eftir Rahm og í 3. sæti varð Harris English á samtals 3 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Opna bandaríska með því að SMELLA HÉR