Þórdís Geirsdóttir, Golfklúbbnum Keili, fagnaði sigri á Íslandsmóti eldri kylfinga í flokki 50 ára og eldri sem fram fór í Vestmannaeyjum, dagana 15.-17. júlí 2021.
Það var mikil spenna á lokaholunum en Þórdís tryggði sér sigurinn með því að vippa boltanum ofaní á lokaholunni,
Ásgerður Sverrisdóttir, GR, varð í öðru sæti á 248 höggum og Kristín Sigurbergsdóttir, GK, varð þriðja á 254 höggum.
Mikill áhugi var á mótinu hjá keppendum og komust ekki allir inn í mótið sem sóttust eftir því.
Hér að neðan má sjá úrslit í kvennaflokki Íslandsmóts eldri kylfinga 50+:

