Andri Þór Björnsson, GR.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2021 | 18:00

NGL: Andri Þór náði ekki niðurskurði á Spáni

Andri Þór Björnsson, GR, tók þátt í á PGA Catalunya Resort meistaramótinu sem er hluti Ecco mótaraðarinnar í Nordic Golf League (skammst.: NGL).

Mótið fór fram dagana 18.-20. apríl 2021 í Barcelona á Spáni.

Andri Þór lék á samtals 6 yfir pari 149 höggum (77 72) og var nokkuð langt frá því að komast gegnum niðurskurð sem miðaðist við 1 yfir pari eða betra.

Svíinn Mikael Lundberg sigraði í mótinu eftir 3 manna bráðabana, en allir höfðu þeir samtals spilað á 10 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á PGA Catalunya Resort meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: