Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2021 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Björn Guðjónsson varð í 4. sæti á Craft Farm Intercollegiate

Tveir íslenskir kylfingar þeir Björn Guðjónsson, GM og Birgir Björn Magnússon, GK tóku þátt í Craft Farm Intercollegiate.

Mótið fór fram dagana 29.-30. mars á Craft Farms GC í Gulf Shores, Alabama.

Björn varð í 4. sæti í einstaklingskeppninni: lék á samtals 2 undir pari, 214 höggum (70 68 76).

Birgir Björn varð T-54 en hann lék á 14 yfir pari, 230 höggum (78 78 74).

Lið Björns, Louisiana, varð í 3. sæti í liðakeppninni en lið Birgis Björns, Southern Illinois í 9. sæti.

Þátttakendur í mótinu voru 75 frá 13 háskólum.

Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: