Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðmundur Ágúst Kristjánsson – 8. október 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Guðmundur Ágúst er fæddur 8. október 1992 og á því 28 ára afmæli í dag! Guðmundur Ágúst hefir m.a. orðið Íslandsmeistari í holukeppni 2013. Hann spilaði golf í bandaríska háskólagolfinu, með golfliði East Tennessee State University (ETSU).

Guðmundur Ágúst er einn af 3 Íslendingum sem unnið hafa Duke of York keppnina, en hann vann hana fyrstur Íslendinga árið 2010.

Hann hefir á undanförnum misserum spilað í mótum á Nordic Golf League mótaröðinni, Áskorendamótaröð Evrópu og Evrópumótaröð karla.

Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan:

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: seth@golf.is

Guðmundur Ágúst Kristjánsson – 28 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!

Aðrir frægir kylfingar eru: Margaret Curtis, f. 8. október 1883- d. 24. desember 1965; Thomas Dickson „Tommy“ Armour III, 8. október 1959 (61 árs); Bernd Wiesberger, 8. október 1985 (35 ára); Stacy Lee Bregman, 8. október 1986 (frá Suður-Afríku, spilar á LET – 34 ára); Mu Hu, 8. október 1989 (31 árs); Seuk-hyun Baek, frá S-Kóreu, 8. október 1990 (30 ára STÓRAFMÆLI) …… og …….. Hjartaheill Landssamtök Hjartasjúklinga (37 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is