Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2020 | 23:59

PGA: Swafford sigraði í Dómínikanska lýðveldinu

Það var bandaríski kylfingurinn Hudson Swafford, sem sigraði á Corales Puntacana Presort & Club Championship, sem var mót vikunnar á PGA mótaröðinni.

Mótið fór fram dagana 24.-27. september 2020 í Corales golfklúbbnum í Punta Cana í Dóminíkanska lýðveldinu.

Sigurskor Swafford var 18 undir pari, 270 högg (65 67 69 69).

Þetta var fyrsti sigur Swafford eftir 2 brösótt ár.

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Swafford var annar bandarískur kylfingur, Tyler McCumber og í 3. sæti varð síðan Kanadamaðurinn Mackenzie Hughes, enn öðru höggi á eftir.

Sjá má lokastöðuna á Corales Puntacana Presort & Club Championship með því að SMELLA HÉR: