Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2020 | 20:00

Evróputúrinn: Catlin sigraði á Opna írska

Bandaríski kylfingurinn John Catlin gerir ekki endasleppt.

Hann sigraði nú í 2. sinn á skömmum tíma á Evrópumótaröð karla; nú á Dubai Duty Free Irish Open (ísl: Opna írska), sem fram fór 24.-27. september 2020 og lauk fyrr í dag.

Mótið fór fram á Galgorm Spa & Golf Resort, í Ballymena, á Norður-Írlandi.

Catlin sigraði nú fyrr í septembermánuði á Andalucia Masters mótinu og hefir nú tvo sigra á Evróputúrnum í hnappagatinu.

Sigurskor hans á Opna írska var 10 undir pari, 270 högg (67 70 69 64) og átti hann 2 högg á þann sem næst kom en það var enski kylfingurinn Aaron Rai.

Sjá má lokastöðuna á Opna írska með því að SMELLA HÉR: