Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd: Björgvin Sigurbergsson
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2020 | 13:00

LET Access: Guðrún Brá varð T-29 í Lavaux Ladies Open

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tók þátt í Lavaux Ladies Open, móti á LET Access, sem fram fór dagana 23.-25. september og lauk í dag.

Spilað var á velli Golf de Lavaux í Puidoux, í kantónunni Vaud, Sviss.

Guðrún Brá varð T-29, þ.e. jöfn 5 öðrum í 29. sæti.

Hún lék á samtals 4 yfir pari, 220 höggum (72 77 71).

Fyrir árangur sinn hlaut Guðrún Brá € 430,5.

Sigurvegari mótsins Agathe Laisne

 

 

Sigurvegari mótsins var áhugakylfingurinn  Agathe Laisne frá Frakklandi eftir þriggja kvenna bráðabana, þar sem hún hafði betur gegn nöfnu sinni og löndu Agathe Sauzne og slóvenska kylfingnum unga Piu Babnik.  Allar voru þær jafnar á samtals 9 undir pari, hver.

Sjá má lokastöðuna á Lavaux Ladies Open með því að SMELLA HÉR: