Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2020 | 18:00

LET Access: Guðrún Brá lauk keppni T-24 í Tékklandi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tók þátt í  Amundi Czech Ladies Challenge mótinu, sem fór fram dagana 16.-18. september í Prague City Golf, í Tékklandi.

Mótið er hluti af LET Access mótaröðinni, næstbestu kvenmótaröð í Evrópu.

Guðrún Brá lék á samtals 7 yfir pari, 223 höggum (71 77 75) og lauk keppni jöfn 3 öðrum í 24. sæti.

Í verðlaun fyrir þennan árangur hlaut Guðrún Brá €685.18 u.þ.b. 110.000 íslenskar krónur. Þarna sést glögglega að verðlaunafé í kvennagolfinu og þá sérstaklega í 2. deild er ekki hátt, miðað við tilkostnað sem þarf til þátttöku í mótunum.

En 24. sætið er glæsilegur árangur!

Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: