Afmæliskylfingur dagsins: Arnold Palmer —— 10. september 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Arnold Palmer. Palmer var fæddur 10. september 1929 en þessi golfgoðsögn hefði átt 91 árs afmæli í dag!!!! Palmer lék í bandaríska háskólagolfinu í sama háskóla og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, þ.e. Wake Forest. Hann sigraði 95 sinnum á ferli sínum, þar af 62 sinnum á PGA Tour og þar af 7 sinnum á risamótum. Eina risamótið sem Palmer tókst aldrei að sigra á var PGA Championship. Af mörgum heiðursviðurkenningum sem Arnie, eins og hann er oftast kallaður, hlaut á ferli sínum mætti geta PGA Tour Lifetime Achievement Award árið 1998 (þ.e. viðurkenningu PGA Tour fyrir ævistarf) og 1974 (fyrir 45 árum síðan) hlaut Arnie inngöngu í frægðarhöll kylfinga (ens.: the World Golf Hall of Fame). Eins hlaut Palmer gullorðu Bandaríkjaþings, en hana fékk hann 12. september 2012.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Alfreð Viktorsson f. 10. september 1932 (88 ára); Bíóhöllin Akranesi, 10. september 1942 (78 ára); Lundinn Veitingahús í Vestmannaeyjum, 10. september 1945 (75 ára); Larry Gene Nelson, 10. september 1947 (73 ára); Michael Zinni 10. september 1948 (72 ára); Bill Rogers 10. september 1951 (69 ára); Martha Nause, 10. september 1954 (66 ára); Dagný Þórólfsdóttir, 10. september 1958 (62 ára); Robynne Cook, 10. september 1968 (52 ára); Njörður Jóhannsson, 10. september 1975 (45 ára); Þórhallur Hinriksson, 10. september 1976 (44 ára); Steinn Baugur Gunnarsson, NK, 10. september 1984 (36 ára); Lloyd Saltman, 10. september 1985 (35 ára ); Min Seo Kwak, 10. september 1990 (30 ára); Hallgrímur Júlíusson …… og ……
Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!!!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
