Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2020 | 18:00

Unglingamótaröðin 2020: Stigameistarar

Nú liggur fyrir hverjir urðu stigameistarar á unglingamótaröð GSÍ árið 2020 í keppnisflokkunum 8.

Alls voru 5 mót á mótaröðinni 2020.

Stigameistarar GSÍ 2020 á unglingamótaröðinni eru eftirfarandi:

1. Stelpur 14 ára og yngri:

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, er stigameistari í flokki 14 ára og yngri í stúlknaflokki á Unglingamótaröð GSÍ 2020. Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS, varð önnur og Helga Signý Pálsdóttir, GR, þriðja.

Perla Sól tók þátt á öllum fimm mótum tímabilsins og sigraði hún á öllum þeirra. Hún er því tvöfaldur Íslandsmeistari og er þetta þriðja árið í röð sem hin 13 ára gamla Perla Sól verður stigameistari og Íslandsmeistari í golfi 14 ára og yngri.  Stórglæsilegt hjá Perlu Sól!!!! … og prýðir mynd af henni því aðalmyndaglugga fréttarinnar.

Sjá má stigalistann í stelpuflokki í heild sinni með því að SMELLA HÉR: 

Veigar Heiðarsson

 

2. Strákar 14 ára og yngri:

Veigar Heiðarsson, GA, er stigameistari í flokki 14 ára og yngri í piltaflokki á Unglingamótaröð GSÍ 2020. Markús Marelsson, GK, varð annar og Skúli Gunnar Ágústsson, GA, varð þriðji.

Veigar tók þátt á öllum fimm mótum tímabilsins. Hann sigraði á þremur þeirra og þar á meðal Íslandsmótinu í holukeppni. Hann varð einu sinni í þriðja sæti og einu sinni í fimmta sæti.

Sjá má stigalistann í strákaflokki í heild sinni með því að SMELLA HÉR: 

María Eir Guðjónsdóttir, GM

3. Telpur 15-16 ára:

María Eir Guðjónsdóttir, GM, varð stigameistari á Unglingamótaröð GSÍ 2020 í flokki 15-16 ára stúlkna. Nína Margrét Valtýsdóttir, GR, varð önnur og Katrín Sól Davíðsdóttir, GM varð þriðja.

María Eir tók þátt á öllum fimm mótum sumarsins. Hún sigraði á þremur síðustu, þar af á báðum Íslandsmótunum, í holukeppni og í höggleik. Hún varð einu sinni í öðru sæti og einu sinni í því þriðja.

Sjá má stigalistann í telpuflokki 15-16 ára í heild sinni með því að SMELLA HÉR: 

Dagur Fannar Ólafsson stigameistari í flokki 15-16 ára 2020

4. Drengir 15-16 ára: 

Dagur Fannar Ólafsson, GKG er stigameistari á Unglingamótaröð GSÍ 2020 í flokki 15-16 ára drengja. Bjarni Þór Lúðviksson, GR, varð í öðru sæti og Óskar Páll Valsson, GA varð þriðji.

Dagur Fannar varð m.a. Íslandsmeistari í höggleik, komst í 8 manna úrslit í Íslandsmótinu í holukeppni, Sigraði á 1. stigamótinu (Skecher) hjá GM; sigraði einnig á 2. (Nettó) mótinu á heimavelli sínum (Leirdalsvelli) og varð T-8 á Reykjavík Junior Open hjá GR (3. stigamótinu.) Alls sigraði Dagur því 3 sinnum varð einu sinni T-8 og var í 8 manna úrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni.

Sjá má stigalistann í drengjaflokki 15-16 ára í heild sinni með því að SMELLA HÉR:

Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM. 

5. Stúlkur 17-18 ára:

Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM, er stigameistari í flokki 17-18 ára, á Unglingamótaröð GSÍ 2020. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR, varð önnur og Ásdís Valtýsdóttir, GR, varð þriðja.

Kristín Sól tók þátt á öllum fimm mótum sumarsins og varð ávallt á meðal fimm efstu. Hún sigraði á tveimur þeirra, varð í öðru sæti á einu, í fjórða sæti í einu og í fimmta sæti í einu móti.

Sjá má stigalistann í stúlkuflokki 17-18 ára í heild sinni með því að SMELLA HÉR: 

Tómas Eiríksson Hjaltested

6. Piltar 17-18 ára:

Tómas Eiríksson Hjaltested, GR, varð stigameistari í flokki 17-18 ára pilta á Unglingamótaröð GSÍ 2020. Logi Sigurðsson, GS, varð annar og Jón Gunnarsson, GKG, varð þriðji.

Tómas tók þátt á fjórum af alls fimm mótum sumarsins. Hann sigraði á einu, varð einu sinni í þriðja sæti og tvívegis í sjötta sæti.

Sjá má stigalistann í piltaflokki 17-18 ára í heild sinni með því að SMELLA HÉR:

Inga Lilja Hilmarsdóttir, GK.

7. Stúlkur 19-21 árs: 

Inga Lilja Hilmarsdóttir, GK, varð stigameistari í flokki 19-21 árs stúlkna á Unglingamótaröð GSÍ 2020. Jóna Karen Þorbjörnsdóttir, GK, varð önnur og María Björk Pálsdóttir, GKG, varð þriðja.

Inga Lilja tók þátt á fjórum mótum af alls fimm á tímabilinu. Hún sigraði á tveimur þeirra og tvívegis varð hún í öðru sæti.

Sjá má stigalistann í stúlkuflokki 19-21 árs í heild sinni með því að SMELLA HÉR: 

 

Kristófer Karl Karlsson, GM.

8. Piltar 19-21 árs:

Kristófer Karl Karlsson, GM, er stigameistari í flokki 19-21 árs pilta á Unglingamótaröð GSÍ 2020. Ingi Þór Ólafson, GM, varð annar og Jón Gunnarsson, GKG, þriðji.

Kristófer Karl tók þátt á þremur af alls fimm mótum sumarsins. Hann sigraði á öllum þeirra og fagnaði sigri á Íslandsmótinu í holukeppni og Íslandsmótinu í höggleik.

Sjá má stigalistann í strákaflokki í heild sinni með því að SMELLA HÉR: 

Texti: (Að mestu GSÍ – nema kaflinn um stigameistara 15-16 ára drengja).

Myndir: seth@golf.is