Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2020 | 18:00

Íslandsmót golfklúbba 2020: GBO sigraði í 5. deild karla

Íslandsmót golfklúbba í 5. deild karla fór fram á Þorláksvelli, Þorlákshöfn dagana 21.-23. ágúst sl.

Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2014 að keppt er í 5. deild karla.

3 golfklúbbar kepptu í 5. deild karla., 2020.

Sigurvegari árið 2020 er Golfklúbbur Bolungarvíkur (GBO), en rétt tókst að merja sigur gegn Jökli á 1. holu í bráðabana.

Sigursveit GBO 2020 í 5. deild karla skipuðu þeir: Daði Valgeir Jakobsson, Flosi Valgeir Jakobsson, Janusz Pawel Duszak og Wirot Khiansantia.

Hér má sjá úrslit í 5. deild karla:

1. sæti Golfklúbbur Bolungarvíkur (GBO)
2. sæti Golfklúbburinn Jökull (GJÓ)
3. sæti Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs (GFH)

Hér má sjá úrslit allra viðureigna í 5. deild karla á Íslandsmóti golfklúbba SMELLIÐ HÉR: