GHR: Guðný Rósa og Andri Már klúbbmeistarar 2020
Meistaramót Golfklúbbsins á Hellu (GHR) fór fram dagana 8. júlí – 11. júlí 2020.
Þátttakendur voru 34 og kepptu þeir í 9 flokkum.
Klúbbmeistarar GHR 2020 eru þau Guðný Rósa Tómasdóttir og Andri Már Óskarsson.
Þess mætti geta að Andri Már var valinn íþróttamaður Rangárþings eystra 2019 og var honum veitt heiðursviðurkenning þar um 17. júlí sl. Í umsögn um Andra Má sagði m.a.: „ Hann er einn af bestu kylfingum landsins, hann hefur stundað golf frá unga aldri og hefur náð góðum árangi. Hann kemur vel fyrir, er yfirvegaður og kurteis golfari hvort heldur sé á golfvellinum eða í hinu daglega lífi. Andri varð klúbbmeistari GHR árið 2019. Hann náði góðum árangri í Íslandsmóti í höggleik og Íslandsmóti í holukeppni árið 2019 og er hann í 5 sæti á stigalista GSÍ.“ (Heimild: sunnlenska.is)
Sjá má mynd af Andra Má frá veitingu Íþróttamanns ársins 2019 titilsins hér að neðan:

Andri Már Óskarsson. Íþróttamaður ársins í Rangárþingi eystra 2019. Mynd: Rangárþing eystra
Sjá má öll úrslit í meistara-4. flokks karla og kvenna GHR með því að SMELLA HÉR:
Sjá má helstu úrslit í öllum flokkum hér að neðan:
Meistaraflokkur karla (þátttakandi 1):
1 Andri Már Óskarsson, 17 yfir pari, 297 högg (75 68 78 76)
1. flokkur kvenna (þátttakendur 6):
1 Guðný Rósa Tómasdóttir, 92 yfir pari, 372 högg (90 89 101 92)
2 Sunna Björg Bjarnadóttir, 93 yfir pari, 373 högg (90 89 94 100)
3 Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir, 98 yfir pari, 378 högg (92 96 100 90)
1. flokkur karla (þátttakendur 4):
1 Þórir Bragason, 43 yfir pari, 323 högg (78 87 79 79)
2 Óskar Pálsson, 47 yfir pari, 327 högg (77 80 85 85)
T3 Jóhann Unnsteinsson, 56 yfir pari, 336 högg (84 88 81 83)
T3 Jón Þorsteinn Hjartarson, 56 yfir pari, 336 högg (84 83 82 87)
2. flokkur kvenna (þátttakendur 1):
1 Linda Björg Pétursdóttir, 105 yfir pari, 385 högg (90 104 98 93)
2. flokkur karla (þátttakendur 3):
1 Steinar Tómasson, 83 yfir pari, 363 högg (88 92 96 87)
2 Bjarni Jóhannsson, 97 yfir pari, 377 högg (94 89 103 91)
3 Óskar Eyjólfsson, 125 yfir pari, 405 högg (101 107 104 93)
3. flokkur kvenna (þátttakendur 2):
1 Jónína Rakel Gísladóttir, 186 yfir pari, 466 högg (110 121 119 116)
2 Særún Sæmundsdóttir, 202 yfir pari 482 högg (111 125 123 123)
3. flokkur karla (þátttakendur 5):
1 Guðlaugur Karl Skúlason, 107 yfir pari, 387 högg (97 95 97 98)
2 Loftur Þór Pétursson, 109 yfir pari, 389 högg (91 106 100 92)
3 Ingjaldur Valdimarsson, 117 yfir pari, 397 högg (106 100 89 102)
Karlar 65+ (þátttakendur 6):
1 Svavar Hauksson, 44 yfir pari, 228 högg (114 114)
2 Björn Sigurðsson, 53 yfir pari, 193 högg (90 103)
3 Hængur Þorsteinsson, 59 yfir pari, 199 högg (101 98)
Konur 50+ (þátttakendur 6):
1 Guðríður Stefánsdóttir, 65 yfir pari, 205 högg (108 97)
2 Sólveig Stolzenwald, 70 yfir pari, 210 högg (106 104)
3 Hanna Lára Köhler, 76 yfr pari, 216 högg (112 104)
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
