Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2020 | 13:00

Evróputúrinn: Warren sigraði á Austrian Open – Guðmundur & Haraldur komust ekki g. niðurskurð

Það var skoski kylfingurinn Marc Warren, sem sigraði á Austrian Open, móti sem GR-ingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús tóku þátt í.

Þeir Guðmundur Ágúst og Haraldur Franklín komust því miður ekki í gegnum niðurskurð í þessu móti.

Niðurskurður var miðaður við samtals 1 undir pari, 141 högg)

Guðmundur Ágúst var á 3 yfir pari, 147 höggum eftir fyrstu tvo hringi og munaði því 6 höggum að hann næði niðurskurði,  en Haraldur Franklín á 8 yfir pari 152 höggum (81 71) og því 11 höggum frá því að ná niðurskurði.

Sigurskor Warren var 13 undir pari, 275 högg (66 69 70 70)

Mótsstaður var Diamond CC, í Atzenbrügg, sem er nærri höfuðborginni Vín í Austurríki.

Sjá má lokastöðuna á Austrian Open með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunktana á lokahring Austrian Open með því að SMELLA HÉR: