Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: seth@golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2020 | 22:00

Evróputúrinn: Luiten efstur e. 1. dag Austrian Open – Guðmundur og Haraldur meðal keppenda

GR-ingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús, eru meðal keppenda á Austrian Open, móti vikunnar á bæði Evróputúrnum og Áskorendamótaröðinni.

Mótsstaður er Diamond CC, í Atzenbrügg, sem er nálægt Vín í Austurríki.

Eftir 1. dag er Guðmundur Ágúst T-30,  kom í hús á 2 undir pari, 70 höggum.

Ekki gekk eins vel hjá Haraldi, hann var á 9 yfir pari, 81 höggi og er í 139. sæti.

Hollendingurinn Joost Luiten er efstur á 7 undir pari, 65 höggum.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag á Austria Open með því að SMELLA HÉR: