Afmæliskylfingur dagsins: Sandy Tatum – aldarminning – 7. júlí 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Frank Donovan „Sandy“ Tatum Jr. Hann var fæddur 7. júlí 1920 og hefði því orðið 100 ára í dag, en Sandy lést 22. júní 2017, 96 ára að aldri.
Sandy var lögmaður, golfstjórnandi, golfvallarhönnuður, stuðlaði að útbreiðslu golfíþróttarinnar og var áhugamaður í golfi.
Sandy Tatum var í Stanford háskóla í Kaliforníu, þar sem hann var hluti Stanford liðsins, sem sigraði tvö ár í röð NCAA Men´s Golf Championship, 1941 og 1942. Árið 1942 vann Tatum einstaklingstitilinn. Tatum er í íþróttarfrægðarhöll kylfinga í Stanford háskóla. Hann var aktívur kylfingur langt fram yfir 90 ára aldurinn.
Á árunum 1978 – 1980 var Sandy Tatum forseti bandaríska golfsambandsins (USGA) og var í framkvæmdastjórn USGA árin 1972-1980.
Tatum átti stóran þátt í að fá USGA til þess að halda Opna bandaríska risamótið í Olympic Club í San Francisco árið 1955 og síðan þá hefir Opna bandaríska verið haldið þar 4 sinnum síðan: árin 1966, 1987 1998 og 2012. Hann var einnig aðalhvatamaður þess að Opna bandaríska yrði haldið á Pebble Beach Golf Links og þar var risamótið haldið í fyrsta sinn 1972 og hefir síðan farið fram þar 5 sinnum: 1982, 1992, 2000, 2010 og 2019.
Tatum barðist og fyrir að Harding Park golfklúbburinn yrði lagfærður og færður til forns glæsileika, í San Francisco, en þar höfðu mörg mót á PGA Tour farið fram á árunum 1950-1960. Hann var í fullkominni niðurníðslu. Það tók mörg ár en Harding Park völlurinn var færður í það flotta form sem hann er í núna og þar hafa mörg stórmót síðan verið haldin.
Golfvallarhönnuðurinn Sandy Tatum.
Sandy kom að hönnun og útfærslu á The Lings at Spanish Bay, á Pebble Beach í Kaliforníu. Hann var meðhönnuður að The Preserve golfklúbbnum í Carmel, Kaliforníu og Lockeford Springs golfvallarins í Lodi, Kaliforníu sem og Mount Shasta golfstaðarins í Mount Shasta, Kaliforníu.
Sandy studdi við bakið á uppbyggingarstarfi innan golfhreyfingarinnar í Kaliforníu, m.a. The First Tee of San Francisco; hann stóð fyrir „Sandy´s Circle“ gegnum Northern California Golf Association þ.e. golfsambands Norður-Kaliforníu og eins stóð hann að stofnun Youth on Course 2007.
Sandy Tatum hlaut inngöngu í Frægðaahöll Bay Area í apríl 2011.
Lögmaðurinn Sandy Tatum
Eftir útskrift úr Stanford nam Tatum við Oxford-háskólann, í Englandi á Rhodes skólastyrk og hlaut BCL gráðu sína 1949. Hann sneri aftur í Stanford þar sem hann tók lögmannspróf sitt (ens.: JD) árið 1950 og hlaut málflutningsréttindi sín í Kaliforníu 1950. Hann starfaði sem lögmaður Cooley Godward Kronish í Palo Alto, Kaliforníu.
Ritstörf
Eftir Sandy Tatum liggur m.a. golfbókin „A Love Affair with the Game“, með inngangsorðum Tom Watson.
Fyrir þá sem hafa áhuga þá er ISBN númerið
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru eftirfarandi:
Auður Dúadóttir, 7. júlí 1952 (68 ára); Sigurborg Eyjólfsdóttir, GK; 7. júlí 1963 (57 ára); Guðmundur Bjarni Harðarson, 7. júlí 1965 (55 ára); Agnes Charlotte Krüger, 7. júlí 1964 (56 ára) og Gabriela Cesaro ….. og ……
Golf 1 óskar öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
