Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2020 | 17:00

GL: Opna Guinness – Úrslit

Sl. laugardag 4. júlí 2020 fór fram hið árlega Opna Guinness mót á Garðavelli á Akranesi.

Þátttakendur voru 84 pör sem kepptu með Texas Scramble fyrirkomulagi.

Sigurvegarar voru Arnar Knútur og Björg en þau spiluðu á 17 undir pari, 55 höggum nettó.

Fjögur pör deildu 2. sætinu með sér; þeir Karl og Arnar; Snorri og Lovísa; Hafþór og Kristófer og Hildur og Gísli – en þessi pör léku öll á 13 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Opna Guinness 2020 með því að SMELLA HÉR: