Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2020 | 18:00

GK: Samið við 6 golfkennara

Golfklúbburinn Keilir hefir samið við eftirfarandi aðila: Birgi Vestmar Björnsson, Björn Kristinn Björnsson, Karen Sævarsdóttur og Magnús Birgisson.

Endurnýjaðir voru samningar við Björgvin Sigurbergsson og Karl Ómar Karlsson, sem munu áfram sinna golfkennslu.

Panta má tíma hjá þeim með því að SMELLA HÉR:

Þessir 6 golfkennarar starfa í Golfakademíu Keilis og má segja að einhverjir færustu golfkennarar landsins séu þar saman komnir.

Boðið er upp á kennslu og námskeið fyrir öll getustig.

Hjá Keili starfar einnig vottaður kylfusmiður, Birgir Vestmar, sem býður upp á sérsmíðaðar kylfur og viðgerðir á þeim.