Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2020 | 21:00

GR Íslandsmeistarar í piltaflokki 18 ára og yngri á Íslandsmeistaramóti golfklúbba

Golfklúbbur Reykjavíkur, A-sveit, sigraði á Íslandsmóti golfklúbba í flokki pilta 18 ára og yngri.

Úrslitin réðust á Strandarvelli í gær, 27. júní 2020, hjá Golfklúbbnum á Hellu.

GR (A) lék gegn A sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar, GKG í úrslitaleiknum.

GR sigraði  2-1.

Golfklúbbur Akureyrar og Golfklúbburinn Keilir léku um þriðja sætið og þar hafði Keilir betur 2-1.

Sjá má heildarúrslit hér að neðan:

1. GR-A
2. GKG-A
3. GA
4. GK
5. GR-B
6. GOS
7. GKG-B
8. GM
9. GS
10. NK
11. GL
12. GV