Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2020 | 20:00

GR Íslandsmeistarar í stúlknaflokki 18 ára og yngri á Íslandsmeistaramóti golfklúbba

Golfklúbbur Reykjavíkur, A-sveit, sigraði á Íslandsmóti golfklúbba í flokki stúlkna 18 ára og yngri.

Úrslitin réðust á Strandarvelli  hjá Golfklúbbnum á Hellu, í gær 27. júní 2020.

Fjórir golfklúbbar sendu lið til keppni í þessum aldursflokki.

Liðin léku í einum riðli og efsta liðið fagnaði Íslandsmeistaratitlinum.

GR sigraði í öllum þremur leikjum sínum. GKG varð í öðru sæti og GM í því þriðja – GK varð í 4. sæti.