Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2020: Rasmus Højgaard (24/28)
28 kylfingar tryggðu sér fullan spilarétt á Evrópumótaröðinni og mun Golf 1, líkt og á undanförnum vera með kynningu á þeim.
Meirihluti þeirra sem komst á Evróputúrinn, með þátttöku sinni í lokaúrtökumótinu eru reynsluboltar, sem margir hafa spilað á Evróputúrnum og í nokkrum tilvikum einnig bestu mótaröð í heimi PGA TOUR og voru þáttakendur í lokaúrtökumótinu því sérlega sterkir í ár.
Lokaúrtökumótið fór fram á Lumine golfstaðnum á Spáni, dagana 15.-20. nóvember 2019 að þessu sinni.
Í fyrsta sinn í golfsögunni voru 3 íslenskir keppendur á lokaúrtökumótinu: Andri Þór Björnsson, GR; Bjarki Pétursson, GB og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Því miður komst enginn þeirra á Evróputúrinn að þessu sinni.
Golf 1 hefir þegar kynnt þá 4, sem rétt sluppu inn á Evróputúrinn og urðu T-28, þá 8 kylfinga sem deildu 17. sætinu og þá 4, sem deildu 13. sætinu; þá 5, sem urðu T-8 og Aaron Cockerill, sem varð í 7. sæti.
Næst verða kynntir þeir tveir sem urðu T-5 í lokaúrtökumótinu, en það eru danski kylfingurinn Rasmus Højgaard og enski kylfingurinn Laurie Canter en þeir léku báðir á samtals 16 undir pari, 412 höggum.
Canter hefir þegar verið kynntur og nú er röðin komin að Rasmus, en hann varð uppreiknað í 5. sætinu.
Rasmus Højgaard fæddist 12. mars 2001 og var sá yngsti, sem komst í gegnum lokaúrtökumótið, aðeins 18 ára.
Fyrst fór að bera á Rasmus Højgaard í júlí 2016, þegar hann sigraði á the Danish International Amateur Championship og var hluti af danska liðinu sem varð í 3. sæti á European Boys’ Team Championship og vann síðan McGregor Trophy vikuna á eftir. Árið 2017 hlaut Højgaard athygli í piltaflokki þar sem hann var fulltrúi liðs Meginlands Evrópu í Jacques Léglise Trophy.Hann var einnig í danska liðinu sem sigraði 2017 í European Boys Team Championship,þar sem liðið hafði betur gegn liði Dana í lokaviðureigninni.
Snemma árs 2018 var Rasmus Højgaard í liði Evrópu í Bonallack Trophy, þar sem spilað var gegn liði Asia/Pacific. Í júní það ár sigraði hann í einstaklingskeppni pilta í Toyota Junior World Cup, átti 4 högg á bróður sinn, Nicolai. Lið Danmerkur sigraði í liðakeppninni. Í september var hann í landsliði Danmerkur sem sigraði Eisenhower Trophy 2018 og spilaði fyrir lið Evrópu í Junior Ryder Cup seinna þann mánuð.
Helstu sigrar Höjgaard sem áhugamanns eru eftirfarandi:
2015 Aon Junior Tour Drenge 1
2016 Danish International Amateur Championship, McGregor Trophy, DGU Elite Tour III Drenge
2017 Hovborg Kro Open, KGC Masters
2018 Toyota Junior World Cup
Atvinnumennskan
Rasmus Højgaard gerðist atvinnumaður í golfi í ársbyrjun 2019, þá 17 ára. Eftir að hafa spilað á nokkrum mótum á Nordic Golf League spilaði hann á Áskorendamótaröð Evrópu (ens.: Challenge Tour) það sem eftir var keppnistímabilsins. Hann var einn af 5, sem urðu í 2. sæti á fyrsta móti Áskorendamótaraðarinnar, Challenge de España. Jafnvel þó að hann hafi átti nokkra topp-10 árangra, varð hann í 21. sæti á stigalistanum, þannig að hann komst ekki sjálfkrafa á Evróputúrinn 2020 og varð að hafa fyrir því að fara í lokaúrtökumótið. Þar náði hann þeim glæsilega árangri að verða T-5. Í desember 2019 sigraði Rasmus Højgaard síðan á fyrsta móti sínu á Evrópumótaröðinni, þ.e. AfrAsia Bank Mauritius Open, sem var 2. mótið á Evróputúrnum á 2020 keppnistímabilinu – en þar stóð Rasmus einn eftir sem sigurvegari eftir 3 manna bráðabana, þar sem hann sigraði þá Renato Paratore og Antoine Rozner á 3. aukaholunni.
Einkalíf
Rasmus Højgaard á tvíburabróður, Nicolai, sem einnig er atvinnukylfingur og var líka hluti af danska liðinu sem sigraði í Eisenhower Trophy árið 2018.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
