Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2020 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (15/2020)

Hérna koma tveir golfbrandarar á aðfangadegi páskadags og nokkrar frægar setningar, sem hafðar eru eftir frægum og ekki svo frægum kylfingum:

Nr. 1

Fjórar konur spila sinn daglega hring í golfi. Skyndilega, fyrir framan þær, hleypur nakinn maður yfir brautina, með aðeins handklæði vafið um höfuðið. Eftir að hafa náð sér af fyrsta áfallinu, segir fyrsta konan í gríni:

Jæja, þetta var sko ekki maðurinn minn!

Önnur:

Þetta var ekki heldur golfkennarinn!“ Og upp úr hinum tveimur, sem enn voru að glápa á manninn eins  og í leiðslu, kemur sem úr einum munni:

Það er rétt!

 

Nr. 2

Hér er einn, sem verður að segja á ensku:

A golfer crosses a street. Suddenly he sees an oil sheikh who is being attacked by two armed men. He rushes to his aid and knocks out the two gangsters.

The oil sheikh then says to him: „You saved my life. Your every wish shall be fulfilled.

The golfer remembers his old set of clubs and says to the sheikh: „A few new golf clubs is all I need.“

Two weeks later, the sheikh’s secretary calls him and explains:

We have your golf clubs. However, the sheikh would like to apologize in advance: two of them do not have a swimming pool.

 

Nr. 3 …. og svo að lokum var eftirfarandi haft eftir þekktum og ekki svo þekktum kylfingum:

Þegar vindurinn blæs í St. Andrews eru jafnvel mávarnir fótgangandi.“

Nick Faldo

Ég eyði svo miklum tíma í skóginum að ég get þegar sagt hvaða plöntur eru ætar.

Lee Trevino

Að vinna í golfsveiflunni er eins og að strauja bol. Um leið og annarri hliðinni er lokið er hin hliðin full af krumpum.“

Tom Watson

Sveiflan er sú sama og hún var fyrir 20 árum. Munurinn er aðeins að boltarnir fljúga öðruvísi.

Lee Trevino

Við skulum ekkert vera að blekkja okkur;  golfleikurinn fer 95 prósent fram í höfðinu. Ef einhver spilar ömurlegt golf þarf hann ekki golfkennara, heldur geðlækni. “

Tom Murphy

Mig klígjar við golfvallararkítektum.  Þeir geta ekki spilað sjálfir og útfæra því golfvellina, á þann hátt, að allir aðrir geta ekki spilað heldur.

Sam Snead

„Hlátur er góður fyrir sálina – golf brýtur allt á bak aftur!“

Michel Monnard

Ef þú vilt endilega verða betri í golfi, farðu þá aftur og byrjaðu yngri.“

Henry Beard

Af hverju ég er að spila með nýjum pútter? Vegna þess að sá gamli gat ekki synt svo vel.

Craig Stadler

„Góðan kylfing þekkir maður á því hversu sólbrúnn hann er: Brúnkan segir til um hversu miklum tíma kylfingurinn ver á brautum og flötum – en  ekki undir trjánum.“

Lee Trevino (frá Mexíkó 🙂

Ég get strax sagt fyrir um hvort einhver er sigurvegari eða „looser“ einfaldlega með því að gæta að hegðun viðkomandi á golfvellinum.“

Donald Trump

„Ég vildi óska ​​að golfbrautirnar væru gerðar þrengri. Þá þyrftu allir að spila úr karganum – ekki bara ég.

Severiano Ballesteros 

„Vertu ákveðinn! Röng ákvörðun er venjulega minna slæm en óákveðni. “

Bernhard Langer

Af hverju ættirðu að æfa þegar þú spilar vel? Og hvers vegna ef þú spilar illa -það breytir engu að æfa ömurlega sveiflu.

Fred Couples

Einn á ensku:

„Stand back ladies, I’m taking out my driver.“

Óþekktur

Ég er ekki hræddur við dauðann, en ég hata þessi eins meters pútt fyrir pari!

Chi Chi Rodriguez