Seve er uppáhaldskylfingur Ellerts
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2020 | 14:10

Myndir af Seve

Spænski kylfingurinn, Seve Ballesteros,  var einn ástsælasti kylfingur okkar tíma.

Í dag hefði hann orðið 63 ára, en hann var fæddur 9. apríl 1957.

Hann lést langt um aldur fram í 7. maí 2011 og var banamein hans krabbamein.

Seve gerðist atvinnumaður í golfi 1974 og á farsælum golfferli sínum sigraði hann í 90 atvinnumótum, þ.á.m. 9 mótum á PGA, 50 á Evróputúrnum, 1 á japanska PGA, 1 á Ástralasíutúrnum, sem og í 29 öðrum mótum (það skal tekið fram að sum mót sem Seve sigraði á voru samstarfsverkefni 2 eða fleiri mótaraða og sigur í þeim mótum, telst sigur á báðum/öllum mótaröðunum).  Seve sigraði í 5 risamótum: tvívegis á Opna breska og þrívegis á Masters.

Sjá má myndasyrpu sem Evróputúrinn hefir tekið saman af Seve í tilefni afmælisdags hans, í dag, með því að SMELLA HÉR: