Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2020 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2020: Anäis Maggetti (26/65)

Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu.

Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR:

Dansað var úr röðinni og íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn.

Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir þegar verið kynnt. Næst voru kynntar þær sem deildu 61. sætinu og þær tvær sem deildu 57. sætinu, þær 7 sem deildu 50. sætinu og þær 7 (6), sem urðu T-43.

Næst verða kynntar þær 6 stúlkur sem deildu 37. sætinu (þ.e. urðu T-37 á lokaúrtökumótinu) en það voru: sænsku kylfingarnir Mimmi Bergman, Annelie Sjoholm og My Leander; Anäis Maggetti frá Sviss; enski kylfingurinn Inci Mehmet og Franziska Friedrich frá Þýskalandi. Þær léku allar hringina 5 á samtals 9 yfir pari, 370 höggum.

Byrjað verður á að kynna Friedrich, sem varð uppreiknað í 42. sætinu á lokaúrtökumótinu og mun því aðallega spila á LET Access.

Anäis Maggetti fæddist 9. desember 1990 og er því 29 ára. Hún veit eflaust ekki af því en hún á sama afmælisdag og einn afrekskylfinga GS, Kinga Korpak!

Anäis hefir um langt árabil verið einn fremsti kvenkylfingur Sviss. Hún býr í Losonne í Sviss. Hún segir föður sinn hafa haft mest áhrif á sig sem kylfing.

Anäis útskrifaðist með gráðu í viðskiptafræði og stjórnsýslufræðum frá Scuola per Sportivi d’Elit í Tenero.

Meðal áhugamála Anäis er að vera á snjóbretti, spila tennis horfa á kvikmyndir og verja tíma með vinum.

Forgjöf Anäis áður en hún gerðist atvinnumaður í golfi, 1. janúar 2012, var + 4.0

Komast má á facebook síðu Anäis með því að SMELLA HÉR: