Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2020 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2020: Justine Dreher (13/65)

Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu.

Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR:

Dansað var úr röðinni og íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn.

Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir þegar verið kynnt. Næst voru kynntar þær sem deildu 61. sætinuog þær tvær sem deildu 57. sætinu, en þær spiluðu báðar á 12 yfir pari, 373 höggum

Næst verða kynntar þær 7 stúlkur sem urðu jafnar í 50. sæti þ.e. T-50 á samtals 11 yfir pari, 372 höggum, en þetta eru þær: Emelie Borggren frá Svíþjóð; Greta Isabella Voelker frá Þýskalandi indverski kylfingurinn Sharmila Nicolett; Louise Markvardsen frá Danmörku; enski kylfingurinn Sophie Keech, Justine Dreher frá Frakklandi og Ainil Bakar frá Malasíu.

Ainil Bakar og í dag verður Justine Dreher kynnt. Dreher varð uppreiknað í 55. sætinu á lokaúrtökumótinu

Justine Anne-Marguerite Dreher , eins og hún heitir fullu nafni, fæddist 29. júní 1992 og er því 27 ára. Foreldrar hennar eru Freddy og Patricia Dreher.

Justine sigraði á fyrsta móti sínu árið 2008 (16 ára) en það var Grand Prix de Cap d’Agde, og síðan seinna það ár varð hún meðal topp-15 á Internationaux Juniors Filles og var besti franski kylfingurinn í keppninni.

Hún sigraði á Ladies French International árið 2009. Árið 2010 útskrifaðist Justine frá Lycée Audiberti menntaskólanum í Frakklandi.

Árið 2011 sigraði Justine síðan á Ladies Italian International in 2011 og varð meðal 10 efstu á Ladies European Championship.

Justine hefir verið hluti af stúlkna- og kvennalandsliðum Frakklands og hefir keppt bæði í European Girls’ Team Championship og European Women’s Team Championships.

Síðan spilaði Justine í bandaríska háskólagolfinu með South Carolina Gamecocks á árunum 2011-2015.

Hún útskrifaðist með íþróttagráðu og gráðu í skemmtanastjórnun (ens.: entertainment management), 2015.

Eins er þó vert að geta, en á háskólaárum sínum, nánar tiltekið 2014 vann hún ANNIKA Intercollegiate title.

Justine varð í 10. sæti á lokaúrtökumóti Lalla Aicha Tour School og keppti því 2016 keppnistímabilið á Evrópumótaröð kvenna þ.e. Ladies European Tour (skammst. LET).

Árið 2017 var Justine með takmarkaðan spilarétt á LPGA og er eftir sem áður í ár, 2020 með takmarkaðan spilarétt á Evrópumótaröð kvenna.