Andri Þór Björnsson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2020 | 15:00

NGL: 6 íslenskir kylfingar v/keppni á Spáni – Andri Þór bestur þeirra e. 1. dag

Sex íslenskir kylfingar eru við keppni á PGA Catalunya Resort Championship, sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni.

Þetta eru þeir Andri Þór Björnsson, Bjarki Pétursson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús, Ragnar Már Garðarsson og Rúnar Arnórsson.

Spilað er á tveimur völlum Catalunya Resort, Tour (par-70) og Stadium (par-72) völlunum og eru þátttakendur 127 talsins.

Af Íslendingunum hefir Andri Þór staðið sig best; lék 1. hring á 3 undir pari, 67 höggum (Tour).

Skor hinna Íslendinganna og staða þeirra er eftirfarandi:

T-34 Bjarki Pétursson 1 undir pari, 71 högg (Stadium)

T-34 Guðmundur Ágúst Kristjánsson 1 undir pari, 71 högg (Stadium)

T-82 Rúnar Arnórsson 3 yfir pari, 75 högg (Stadium)

T-91 Ragnar Már Garðarsson 4 yfir pari, 74 högg (Tour)

Sjá má stöðuna á PGA Catalunya Resort Championship með því að SMELLA HÉR: