Photo by Arnaldur Halldórsson / 2019 Warner Bros. Entertainment Inc.
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2020 | 17:13

Symetra: Fylgist m/Ólafíu Þórunni HÉR!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, tekur þátt í Florida´s Natural Charity Classic mótinu, sem er hluti af Symetra mótaröðinni, 2. deildinni hjá konunum í Bandaríkjunum.

Ólafía hefir gefið út að hún ætli að halda sig við keppni í Bandaríkjunum þetta keppnistímabil en góður árangur á Symetra getur leitt til spilaréttar á LPGA.

Mótið fer fram í Winter Haven, Flórída, dagana 6.-8. mars 2020.

Ólafía Þórunn hefir nú þegar spilað 2 holur þegar þetta er ritað (kl. 17:10) og er komin á 1 undir par!

Glæsilegt og vonandi að framhald verði á ….

Fylgjast má með gengi Ólafíu Þórunnar á skortöflu með því að SMELLA HÉR: