Tumi Hrafn Kúld, GA. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2020 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Tumi lauk keppni T-21

Tumi Hrafn Kúld, GA og félagar í Western Carolina tóku þátt í Fort Lauderdale Intercollegiate.

Mótið fór fram á Norðurvelli Fort Lauderdale Country Club í Flórída, dagana 2.-3. mars sl.

Þátttakendur voru 78 frá 15 háskólum.

Tumi lék á samtals 1 yfir pari, 216 höggum (75 72 70) og varð hann T-21 í einstaklingskeppninni.

Tumi var á 3. besta skori liðs síns, Western Carolina, sem lauk keppni í 6. sæti liðakeppninnar.

Sjá má lokastöðuna á Fort Lauderdale Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: