Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2020 | 23:59

PGA: Hovland leiðir f. lokahringinn í Púerto Ricó

Það er norski kylfingurinn Victor Hovland, sem leiðir fyrir lokahring Púertó Ricó Open.

Hovland er búinn að spila á samtals 18 undir pari, 198 höggum (68 66 64).

Í 2. sæti, 1 höggi á eftir er Skotinn Martin Laird.

Í 3. sæti á samtals 16 undir pari er síðan Josh Teater á samtals 16 undir pari.

Mjög líklegt er að einhver af þessum 3 standi uppi sem sigurvegari sunnudagskvöldið þ.e. á morgun.

Sjá má stöðuna á að öðru leyti á Púertó Ricó Open með því að SMELLA HÉR: