Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2020 | 23:00

PGA: Simpson sigraði á Phoenix Open

Það var Webb Simpson sem stóð uppi sem sigurvegari á Waste Management Phonix Open 2020.

Eftir hefðbundinn 72 holu leik voru Simpson og Tony Finau efstir og jafnir á samtals 17 undir pari.

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra, þar sem Simpson sigraði þegar á 1. holu, par-4 18. holunni í Scottsdale, Arizona með fugli meðan Finau tapaði á parinu.

Þriðja sætinu skiptu þeir Justin Thomas, Bubba Watson og Nate Lashley á milli sín á samtals 14 undir pari, hver.

Sjá má lokastöðuna á Waste Management Phoenix Open með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta lokahrings Waste Management Phoenix Open með því að SMELLA HÉR.