Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2020 | 18:00

Evróputúrinn: G-Mac sigraði

Það var írski kylfingurinn Graeme McDowell sem sigraði í fyrsta sinn í 6 ár á móti vikunnar á Evróputúrnum, þ.e. Saudi International.

Sigurskor McDowell (eða G-Mac eins og hann er oft nefndur) var 12 undir pari, 268 högg (64 68 66 70).

Hann átti 2 högg á Dustin Johnson, sem hafnaði í 2. sæti.

Fyrir sigur sinn í mótinu hlaut G-Mac €529337.57 (eða 74 milljónir íslenskra króna).

Sjá má lokastöðuna á Saudi International með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 4. dags á Saudi International með því að SMELLA HÉR: