Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2020 | 10:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst og Haraldur úr leik í S-Afríku

GR-ingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús tóku þátt í Limpopo Championship, sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.

Mótið fór fram í Euphoria GC, Modimolle, Suður-Afríku, dagana 30. janúar – 2. febrúar 2020.

Mjög lág skor voru í mótinu.

Niðurskurður miðaðist við 3 undir pari og því miður komust hvorki Guðmundur Ágúst né Haraldur Franklín í gegnum hann.

Guðmundur Ágúst lék á samtals 2 yfir pari, 146 höggum (72 74).

Haraldur Franklín lék á samtals 7 yfir pari, 151 höggi (74 77).

Uppfærð frétt:

Sigurvegari í mótinu varð heimamaðurinn JC Ritchie á samtals 19 undir pari, 269 höggum (66 69 67 67). Reyndar röðuðu heimamennirnir frá S-Afríku sér í 5 efstu sætin!

Sjá má lokastöðuna á Limpopo Championship með því að SMELLA HÉR: