Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2020 | 19:00

Valdís Þóra lauk keppni á Moss Vale mótinu

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, tók þátt í Aoyuan International Moss Vale Pro/Am mótinu á áströlsku ALPG mótaröðinni.

Mótið fór fram dagana 28.-29. janúar 2020 og lauk því í dag.

Mótsstaður var Moss Vale golfklúbburinn í NSW, Ástralíu.

Valdís Þóra lék a samtals 11 yfir pari, 157 höggum (81 76) og var því miður ekki meðal 35 efstu og hlaut því ekkert verðlaunafé.

Hún deildi 44. sætinu ásamt 2 öðrum kylfingum.

Sigurvegari mótsins var hin belgíska Manon de Roey, sem lék á 6 undir pari, 140 höggum (69 71) líkt og Dottie Ardina og varð því að koma til bráðabana milli þeirra, þar sem de Roey hafði betur.

Sjá má lokastöðuna á Aoyuan International Moss Vale Pro/Am með því að SMELLA HÉR: