Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2020 | 10:00

6 kylfingar fá Forskots-styrki

Forskot er sjóður sem stofnaður var sérstaklega 14. júní 2012 til þess að styðja við bakið á íslenskum kylfingum.

Í dag er eftirfarandi fyrirtæki bakhjarlar Forskots: Bláa Lónið, Eimskip, Golfsamband Íslands, Icelandair Group, Íslandsbanki, Valitor og Vörður Tryggingar. Eru það stofnfélagarnir auk Bláa Lónsins, sem bættst hefir við.

Í ár hlutu 6 kylfingar Forskotsstyrki, 3 kven- og 3 karlkylfingar:

Bjarki Pétursson, GKB
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK
Haraldur Franklín Magnús, GR
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL

Á heimasíðu Golfsambands Íslands er eftirfarandi tiltekið um Forskot:

„Frá því að Forskot afrekssjóður var stofnaður hefur slagkrafturinn hjá íslenskum atvinnukylfingum verið meiri en áður og samtakamáttur þeirra aðila sem koma að sjóðnum fleytt okkar bestu kylfingum inn á nýjar brautir. Ríkar kröfur eru gerðar til styrkþega um ráðstöfun styrkja og ber þeim að leggja fram æfinga- og keppnisáætlanir auk fjárhagsáætlunar fyrir öll verkefni auk þess sem gerðir eru sérstakir samningar við hvern afrekskylfing um að þeir virði reglur Íþrótta- og Ólympíuhreyfingarinnar og sjóðsins. Þeir kylfingar sem fá úthlutað eiga það sameiginlegt að vera sterkar fyrirmyndir og afreksfólk í fremstu röð. Það að eiga afreksmenn í íþróttum er mikilvægur þáttur í því að hvetja börn og unglinga til að sinna íþróttum og þannig stuðla að forvörnum og lýðheilsu.

Fyrirtækin sem koma að sjóðnum eru virkilega ánægð hvernig Íslenskt afreksgolf hefur þróast í stöðugri framför frá stofnun sjóðsins. Sjóðurinn hefur frá upphafi haft það að markmiði að styðja við þá atvinnukylfinga sem stefna á að komast í fremstu röð í íþróttinni og eru að stíga sín fyrstu skref. Einn fulltrúi frá hverju fyrirtæki sem aðild eiga að Forskoti situr í stjórn sjóðsins en auk þess hefur stjórn sjóðsins sér til ráðgjafar fagteymi sem leggur fram tillögur um úthlutanir úr sjóðnum á ári hverju.“