DeChambeau fékk viðvörun f. hægan leik
Bryson DeChambeau fékk viðvörun á 10. holu lokahrings á móti sl. viku á Evróputúrnum, Omega Dubaí Desert Classic fyrir hægan leik „var settur á klukkuna“ eins og sagt er.
Þá var hann á samtals 8 undir pari og 9 undir pari hefði dugað til þess að komast í bráðabana við þann, sem síðan sigraði í mótinu, Frakkann Lucas Herbert.
Leikur DeChambeau, sem átti titil að verja í mótinu, hrundi eftir að hafa fengið viðvörunina.
Fyrstu 3 hringina lék hann á 70 67 70 … en lokahringinn á 76 höggum; heilum 6 höggum verr en verri 2 hringirnir hans, sem hann lék á 70
Ekki er ólíklegt að það að hafa verið settur á klukkuna hafi komið DeChambeau úr jafnvægi, en það vita allir sem hafa verið í golfmóti og hafa verið settir á klukkuna, hversu óþægilegt það er.
Hann fékk aðeins 1 fugl eftir atvikið á par-5 13. holuna, sem er fremur létt par-5-a, en síðan skolla á allar síðustu holurnar 15.-16.- 17. og 18. holuna og lauk keppni T-8.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
