Berglind Björnsdóttir, GR and UNCG. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2020 | 21:00

Úrtökumót LET 2020: Berglind hálfnuð á 1. stiginu

Berglind Björnsdóttir, GR, hefir lokið við fyrri helming 1. stigs úrtökumótinu.

Sem stendur er hún í 111. sæti eftir að hafa spilað á 16 yfir pari, 160 höggum (81 79).

Spilað er á Norður- og Suðurvöllum La Manga golfsvæðisins á Spáni.

Efst í hálfleik er sænski kylfingurinn Emelie Borggren, sem spilað hefir á samtals 5 undir pari, 139 höggum (67 72).

Sjá má stöðuna á 1. stigs úrtökumóti LET þegar það er hálfnað með því að SMELLA HÉR: