Daníel Ísak Steinarsson, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2020 | 10:00

Daníel Ísak lauk keppni í Arizona

Daníel Ísak Steinarsson, GK tók þátt í Saguaro áhugamannamótinu, sem fram fór 2.-4. janúar 2020.

Mótsstaðurinn var Ak-Chin Southern Dunes Golf Club í Maricopa, Arizona og þátttakendur 112.

Daníel Ísak lék á samtals 10 yfir pari, 226 höggum  (75 75 76) og lauk keppni T-78.

Sigurvegari mótsins varð Kanadamaðurinn Max Sekulic, sem hafði betur í bráðabana gegn Bandaríkjamanninum Austin Fox, en báðir voru efstir og jafnir eftir hefðbundinn 54 holu leik, þ.e. á 10 undir pari. Sekulic vann með pari í bráðabananum.

Sjá má lokastöðuna á Saguaro áhugamannamótinu með því að SMELLA HÉR: